06.02.2016 21:10

Fréttir frá aðalfundi umf. Hvatar.

Aðalfundur umf. Hvöt í Tungusveit var í Sævangi í dag.  7 félagsmenn mættu á fundinn.  Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða á fundinum.
"Aðalfundur umf. Hvatar haldinn í Sævangi 6. febrúar 2016 óskar eftir því að HSS hafi frumkvæði að viðræðum um mögulegar sameiningar ungmennafélaga á starfssvæði HSS."

Stjórn umf. Hvatar var endurkjörinn samhljóða,  Sigríður Drífa Þórólfsdóttir form.,  Ragnar Kristinn Bragason gjaldkeri og Birkir Þór Stefánsson ritari.


18.01.2016 10:40

Íþróttahátið

Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík verður mánudaginn 18. janúar klukkan 18:00 í íþróttamiðstöðinni.   Nemendur skemmta sjálfum sér og gestum sínum í hreyfingu og leik.

D
agskrá

18:00 Innganga

18:05 3. og 4. bekkur - skólahreysti á móti foreldrum

18:20 1. og 2. bekkur - boðhlaup á móti foreldrum

18:30 1. og 2. bekkur - kasta í bolta í miðju

18:40 3. og 4. bekkur - brennó

18:50 Allir nemendur og foreldrar - skotbolti

19:00 5. - 7. bekkur - kíló

19:10 5. - 7. bekkur - brennó við foreldra

19:20 8. - 10. bekkur - dodgeball

19:30 8. - 10. bekkur - kínamúrinn á móti foreldrum

19:40 10. bekkur skorar á starfsmenn G.H. í Bandý

19:50 Val á íþróttamanni Strandabyggðar tilkynnt

A.T.H. Tímasetningar eru einungis til viðmiðunar og geta breyst án fyrirvara.

kvetjum fólk til að mæta og hafa gaman saman.20.12.2015 22:30

Firmamót Geislans og HSS

Fyrirtækjamót Geislans og HSS í knattspyrnu mun fara fram 27.des. Kl 12: 00 (ef næg þátttaka fæst) þar sem fyrirtæki, hópar eða E.t.v sveitabæjir etja kappi í knattspyrnu.
Keppt verður eftir reglum KSÍ um innanhússknattspyrnu og Futsal. Öllum er frjálst að keppa en ætlast er til að liðið hafi tengingu til þess sem keppt er fyrir.  Skráningar gjald er 3000kr fyrir lið. Mælt er með að liðið mæti í einkennisbúningum/keppnisbúning.
Skráning og nánari upplýsingar á framkvhss@mail.com eða í síma 659-6229 fyrir 26.des. 
Fjölmennum og hreyfum okkur saman eftir jólamatinn. 


11.12.2015 15:17

Góður gestur.

10.12.2015 fékk knattspyrnudeild Geislans góða heimsókn. Halldór Björnsson frá KSÍ kom var með æfingar fyrir krakkana og hélt fyrirlestur fyrir börn og foreldra um hvað þarf til að ná langt í knattspyrnu. Krakkarnir voru mjög sáttir og áhugasamir með heimsóknina og sá èg ekki betur en að allir hafi skemmt sér vel. Í lokin gaf hann krökkunum plaköt og dvd disk. Þökkum við KSÍ og Halldóri fyrir komuna. 
Í gær 

  • 1
Flettingar í dag: 398
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 283410
Samtals gestir: 64893
Tölur uppfærðar: 7.2.2016 21:29:46