13.07.2017 22:55

Héraðsmót HSS

Héraðsmót HSS í frjálsum.
Á Sævangsvelli sunnudaginn 16. júlí.
Mótið hefst kl. 13:00.
Við hvetjum alla krakka, konur og karla til að skrá sig og vera með!
Keppisgreinar eru eftirfarandi: 
Stelpur og strákar 11 ára og yngri: 60m hlaup, langstökk og boltakast.
Telpur og piltar 12 - 13 ára: 60m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp og spjótkast.
Meyjar og sveinar 14 - 15 ára: 100m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Konur og karlar: 100m, 800m, 1500m, 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
35 ára og eldri karlar og Konur 30 ára og eldri : 100m, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Forsvarsmenn aðildarfélaganna taka við skráningum fyrir sitt félag. Skránig í síðasta lagi kl. 13 laugardaginn 15. júlí.
Nánari upplýsinga veitir Vignir Pálsson í síma 8983532 eða netfang vignirpals@gmail.com.
Keppendur frá félagssvæði Samvest eru boðnir sérstaklega velkomnir á þetta mót með keppendum á félagssvæði HSS.

22.06.2017 08:19

Framkvæmdastjóri óskast.

HSS auglýsir eftir Framkvæmdarstjóra fyrir HSS fyrir sumarið 2017. Í starfinu felst meðal annars að taka við tölvupóstum og senda áfram til aðildafélaga HSS, sem tengiliður við ÍSÍ og UMFÍ. Verði stjórn HSS til aðstoðar að halda utan um íþróttaviðburði (s.s. að panta verðlaunapeninga, taka við skráningum á mót og skrá keppendur á mót). Kostur að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir berist til Vignis á vignirpals@gmail.com.20.06.2017 20:29

Landsmót 50+ Hveragerði.


Enn hægt að skrá sig í einstaklingsgreinar í Hveragerði
June 20, 2017

Enn er opið fyrir skráningar í einstaklingsgreinar og valdar liðagreinar á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer í Hveragerði um næstu helgi, dagana 23.-25. júní. Almennt er þó búið að loka fyrir skráningu flestra greina fyrir hópa.
 
Enn er hægt að skrá sig til þátttöku í eftirtöldum greinum:
Frjálsar: Hægt að skrá þátttöku til hádegis á miðvikudag 21. júní.
Bridds og strandblak: Opið fyrir skráningu til miðnættis fimmtudaginn 22. júní.
Sund: Hægt að skrá sig til klukkan 16:00 föstudaginn 23. júní.
Aðrar greinar sem eru opnar:
Skák, badminton, pönnukökubakstur, jurtagreining, fuglagreining, þrekmót, utanvegahlaup, þríþraut og stígvélakast. Opið er fyrir skráningar til miðnættis föstudaginn 23. júní.
Þú greiðir aðeins eitt gjald og getur skráð þig til þátttöku í eins mörgum greinum og þú vilt keppa í.
 
Ekki missa af góðu móti.

Stjórn HSS hvetur Strandamenn til að fjömenna á mótið, ef fólk lendir í vanræðum með að skrá sig á mótið getur það hringt á skrifstofu UMFÍ s. 5682929 og skráð sig hjá Guðbirnu Þórðardóttur.  Ef einver er ekki með rafrænt skilríki er ekkert mál að skrá sig þar.

  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 365342
Samtals gestir: 72757
Tölur uppfærðar: 20.8.2017 16:46:22